Þrír nýjir svartbeltingar

Laugardaginn 2. júní var haldið svartbeltispróf hjá Ármanni.

Próftakar voru þau Grettir Einarsson 1. dan, Íris Þöll Hróbjartsdóttir 1. poom og Milan Chang 1. dan.

Allir próftakar stóðust prófið með miklum sóma. Áður höfðu þau einnig staðist skriflegt próf og þrekpróf.

Prófdómarar voru Helgi Rafn Guðmundsson og Meisam Rafiei.

Milan, Íris Þöll og Grettir

 

Þann 16. maí voru svo haldin almenn beltapróf þar sem 31 Ármenningur fékk ný belti.

Yngri hópur. 17 próftakar ásamt prófdómurum

 

Eldri hópur. 14 próftakar ásamt prófdómurum

 

Við óskum öllu þessu frábæra fólki innilega til hamingju með árangurinn!