Þjálfarar

Stefna og markmið deildarinnar í þjálfaramálum er að ráða, halda í og efla hæfa og trausta þjálfara. Deildin sækist eftir félagsmönnum og þjálfurum sem búa yfir yfirburðaþekkingu og reynslu, sem er fyrirmynd annarra iðkenda og félagsins og veitir ávalt faglega þjálfun, leiðbeiningar og stuðning til nemenda og annarra iðkenda. Stjórn deildarinnar leggur mikla áherslu á að þjálfarar fái góðan stuðning, hvatningu og hrós. Við viljum að öllum líði vel, utan sem innan veggja Ármanns og því höfum við lagt vinnu í gott félagsstarf.

Þjálfarar haust 2018 eru:

Antje Müller, yfirþjálfari tækni

Arnar Bragason, yfirþjálfari sparring

Samar-E-Zahida Uz-Zaman

Eyþór Atli Reynisson


Þjálfarakerfið

 Kwan Jang Nim:  Stórmeistari, einstaklingur sem hefur náð hæstu gráðu á landinu
 Beom Sa Nim:  8. dan, verður að hafa náð að lágmarki 53 ára aldri
 Kuk Chea Sabeum Nim:  6. – 7. dan
 Su Seok Sabeum Nim:  Hæst gráðaði saebum-nim í félaginu
 Sabeum Nim:  Alþjóðlegur kennari, 4. dan
 Kyosa Nim:  Kennari, 1. – 3. dan
 Ju Dan Ja:  Dan-Belti, 1. – 3. dan
 Cho Kyo Nim:  Aðstoðarþjálfari, 9. – 1. kup
 Ju Kup Ja:  9. – 1. kup, lituð belti
 Cho Kup Ja:  10. kup, byrjendur með hvítt belti