Taekwondo

3554518402_cbd8de0e3eTaekwondo

Hvað er Taekwondo?

Taekwondo er kóresk bardaga-og sjálfsvarnaríþrótt. Hún er þróuð frá rúmlega 2000 ára gamalli bardagalist Kóreumanna og byggist fyrst og fremst á sjálfsvörn þar sem  fæturnir spila aðalhlutverkið.
Bein þýðing á nafninu er:
Tae þýðir fótur eða fóathreyfing
Kwon þýðir hnefi eða handahreyfing
Do þýðir lífstíll eða vegur

Því má segja að orðið merki lífstíl eða veg þess sem notar hendur og fætur í lífsbaráttunni. Í dagelgu tali, eða í einni setningu merkir Tae-Kwon-Do „vegur handa og fóta“. Skipta má taekwondo í fjóra hluti, þ.e. form, bardaga, sjálfsvörn og brottækni. Með iðkun taekwondo er hægt að öðlast færni á líkamlegu og andlegu sviði sem og að styrkja alhliða jafnvægi. Í raun má segja að með iðkun íþróttarinnar er hugur og líkami þjálfaðir sem vopn í daglegu lífi eða vörn gegn hvaða atburðum sem viðkomandi kemur til með að standa frammi fyrir. Heimspekileg merking íþróttarinnar er að viðkomandi færist úr „innhverfri“ hugsun í þá hugsun að vera „úthverfur“.

Agi er eitt af grunndvallaratriðunum í Taekwondo, börn og fullorðnir læra að beita sig aga við æfingarnar, og að gefast ekki upp þó móti blási. Æfingarnar bæta þrek og liðleika og eru góð alhliða þjálfun fyrir börn jafnt sem fullorðna.
Með iðkun Taekwondo er hægt að öðlast þrennt:

a) Líkamlegt: Einbeiting, jafnvægi, styrkur, snerpa og liðleiki eru þeir þættir sem eflast til muna. Stór hluti æfinganna er ætlaður til að efla þessa þætti.

b) Andlegt – Aukið sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfstjórn og bætt dómgreind stuðla að heilbrigðri hugsun.  Til að kennari geti kennt nemanda varnartækni verður hann að geta treyst nemanda fullkomlega.  Því er nauðsynlegt að byggja upp sjálfsaga og stjórn hjá nemendum.

c) Alhliða jafnvægi – Heilbrigð sál í hraustum líkama stuðlar að þessum þriðja og mikilvægasta þætti Taekwondo.  Bættar lífsvenjur, sjálfsagi, kurteisi og virðing í garð annarra eru einkennandi fyrir sanna Taekwondo iðkendur.

 

Nýjir iðkendur geta byrjað hvenær sem er.

 

 

 

Á heimasíðu Taekwondosambands Íslands má sjá meira um Taekwondo, grunnþætti þess, sögu þess á Íslandi og fleira.

 

 

 

Senda má fyrirspurnir á stjórnina á netfangið taekwondo[at]armenningar.is. Reynt er að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings.