Bikarmót III 2016

Bikarmótaröðinni fyrir veturinn 2015-2016 lauk með Bikarmóti III sem haldið var af Ármanni í Íþróttasal Kennaraháskólans við Háteigsveg. Ármenningar stóðu sig gríðarvel og hömpuðu fjölda gullverðlauna, ásamt því að Antje var valin kona mótsins og Hákon Jan maður mótsins. Þrátt fyrir feiknagóða frammistöðu og fjölda stiga höfðu Keflvíkingar betur að þessu sinni og tóku titilinn […]


Frá undirritun samnings: Inga Eyþórsdóttir, formaður taekwondodeildar Ármanns, Master Írunn Ketilsdóttir, yfirþjálfari tækni og Master Meisam nýráðinn yfirþjálfari bardaga.

Meisam Rafiei ráðinn til Ármanns

Það með ánægju og stolti sem við tilkynnum að Taekwondodeild Ármanns og Master Meisam Rafiei 4. dan undirrituðu í dag ráðningarsamning um bardagaþjálfun í Ármann. Meisam hefur þjálfað hjá okkur undanfarin ár ásamt því að þjálfa einnig hjá öðrum félögum. Með tilkomu þessa samnings tekur Meisam við stöðu yfirþjálfara í bardagahluta taekwondo hjá Ármann og […]


Myndataka Svartbeltinga

Um síðustu helgi bauð Spessi þeim svartbeltingum sem ekki eru rammaðir upp á vegg í salnum okkar í myndatöku. Myndatakan fór fram í glæsilegu stúdíói Spessa við Köllunarklettsveg. Útkoman er óaðfinnanleg enda sérlega glæsilegt fólk og frábær ljósmyndari á ferð!

Samar-E-Zahida Uz-Zaman

Fundargerð aðalfundar 2016

Þann 17. febrúar hélt stjórn Taekwondo deildar Ármanns aðalfund, en á honum voru lagðir fram ársreikningar og farið yfir starfsemi deildarinnar á árinu 2015. Rekstur deildarinnar er til fyrirmyndar, iðkendum er að fjölga jafnt og þétt, metfjöldi iðkenda fór á erlend mót/æfingabúðir á árinu og þjálfarateymi deildarinnar er sterkt. Stjórn gaf öll kost á sér […]


Aðalfundur 2016

Stjórn Taekwondo deildar boðar til Aðalfundar miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20:00 í bardagasalnum, Ármannsheimilinu við Engjaveg 7. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar Kosning stjórnar Kosning varamanna í stjórn Kjörinn skoðunarmaður reikninga Önnur mál  


Norðurlandamót 2016 og RIG

Norðurlandamótið í Fredericia var haldið helgina 30. – 31. janúar, en sömu helgi var einnig keppt í Taekwondo á RIG. Hópur af ármenningum hélt til Danmerkur og náði gríðarlega góðum árangri! Meisam 1. sæti í bardaga og norðurlandameistari. Halldór 1. sæti í bardaga og norðurlandameistari. Halldór, Viktor og Hákon 1.sæti í hópapoomsae og norðurlandameistarar. Hákon […]


Æfingar á vorönn 2016

Ný og uppfærð æfingatafla hefur verið sett saman og hefjast æfingar af fullum krafti þann 4. janúar 2016. Helsta breytingin er sú að nú hefjast æfingar korteri seinna en áður, en það er gert til að gera sem flestum kleift að koma sér og sínum á æfingar á réttum tíma. Á vorönninni ætlum við að […]


Styrkleikalisti Ármanns

Jón Levy hefur útbúið kerfi sem raðar iðkendum Ármanns TKD eftir styrkleika. Listann má finna hér og einnig undir „Um“ efst á síðunni.


Bikarmót I 2015

Ármenningar enduðu 2. sætið á bikarmóti I og munaði einungis 2 stigum á Ármanni og Keflvíkingum sem tóku 1. sætið að þessu sinni. Gerður Eva var valin kona mótsins, en hún tók 3 gull og 1 silfur með sér heim – innilega til hamingju með það!

Fyrsta bikarmót vetrarins 2015

Taekwondo-maður og efnilegasti Taekwondo maður ársins 2015

Taekwondo-maður og efnilegasti taekwondo-maður ársins 2015 (frá 1. janúar til 16. nóvember). Þau sem hafa áhuga á að vera valin vinsamlegast sendið Írunni eftirfarandi upplýsingar fyrir mánudaginn 16 nóvember: Fullt nafn Aldur/kennitala Beltagráða (núverandi) Verðlaunasæti á mótum: 1. Hvaða mót (tilgreinið nafn mótsins og dagsetningu) 2. Verðlaunasæti (gull, silfur, brons) 3. Grein: sparring, poomsae (einstaklings, […]