Ármenningar Íslandsmeistarar í Poomsae 2017

Laugardaginn 14. október var haldið Íslandsmeistaramót í tæknihluta taekwondo. Mótið fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum.  Auk hefðbundinnar keppni í einstaklings-, para- og hópaflokkum var nú keppt í fyrsta sinn á Íslandsmóti í freestyle tækni. Ármann átti 21 keppanda á mótinu og unnu þeir samtals til 28 verðlauna, þar af 9 gullverðlauna, 11 silfurverðlauna […]


European Poomsae Championship 2017

Landsliðsþjálfari Poomsae landsliðsins hefur valið fimm þátttakendur til keppni fyrir Íslands hönd á European Poomsae Championship sem fram fer á Rhodes í Grikklandi dagana 7. og 8. maí nk. Ármenningar eiga þrjá keppendur í þeim hópi, en þeir eru: Eyþór Atli Reynisson Hákon Jan Norðfjörð Viktor Snær Flosason Afturelding eiga tvo keppendur, en það eru […]


Belgian Open 2017

Eyþór, Hákon, Halldór, Meisam, Snorri og Viktor kepptu á Belgian Open helgina 18. – 19. mars ásamt Vigdísi og Maríu frá Aftureldingu. Keppni fór fram í Lommel og voru 385 keppendur skráðir til leiks, keppt á 10 sparring gólfum og 5 poomsae gólfum. Viktor sló í gegn í Freestyle Poomsae og nældi sér í silfur. […]


Dagskrá æfingabúða

Poomsae Æfingabúðir

Edina og Lisa, sem eru Poomsae fólki að góðu kunnar, koma í heimsókn helgina 10. – 12. mars og verða með æfingabúðir í Ármanni. Dagskrá æfingabúðanna má sjá hér að neðan og skráning fer fram hér. Hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst því þegar hámarksfjölda á hverja æfingu er náð þá verður lokað […]


RIG 2017

Þann 29. janúar kepptu Ármenningar á RIG, en keppnin er nú haldin í 10. sinn. Keppnin í Taekwondo fór fram í frjálsíþróttahöllinni við Laugardal og áttum við keppendur í bæði sparring og poomsae. Ármenningar tóku inn talsvert af verðlaunapeningum ásamt því að eiga konu mótsins, en fyrir valinu varð Álfdís Freyja Hansdóttir fyrir glæsilegan árangur […]

Opnunarsýning RIG 2017

Íslandsmót í Poomsae 2016

Íslandsmótið í Poomsae var haldið í Skelli, bardagasal Ármenninga þann 15. október. Ármenningar höfðu titil að verja og lögðust allir sem einn á árarnar til að halda titilinum heima og ÞAÐ TÓKST! Annað árið í röð  hömpum við Íslandsmeistaratitlinum í poomsae. Að auki áttu Ármenningar mann og konu mótsins, þau Eyþór og Zamar. Mótstjórn Tkí, […]


HM Poomsae 2016

Næstkomandi helgi, 29. september – 2. október fer fram heimsmeistarmót í Poomsae í Lima, Perú. Ármenningar eiga hvorki meira né minna en fjóra keppendur á því móti: Eyþór Atla Reynisson, Hákon Jan Norðfjörð, Samar-E-Zahida Uz-Zaman og Viktor Snæ Flosason. Írunn Ketilsdóttir og Inga Eyþórs eru með okkar fólki, þeim til halds og traust og sendum […]


EM Cadet 2016

Næstkomandi helgi, 8. – 11. september fer fram Kyorugi Evrópumeistaramótið í Cadet. Að þessu sinni er mótið haldið í Búkarest, Rúmeníu og senda Ármenningar tvo keppendur, Halldór Frey Grettisson og Snorra Bjarkason. Með þeim til halds og traust verður Meisam Rafiei og óskum við þeim góðs gengis!


Bikarmót III 2016

Bikarmótaröðinni fyrir veturinn 2015-2016 lauk með Bikarmóti III sem haldið var af Ármanni í Íþróttasal Kennaraháskólans við Háteigsveg. Ármenningar stóðu sig gríðarvel og hömpuðu fjölda gullverðlauna, ásamt því að Antje var valin kona mótsins og Hákon Jan maður mótsins. Þrátt fyrir feiknagóða frammistöðu og fjölda stiga höfðu Keflvíkingar betur að þessu sinni og tóku titilinn […]


Frá undirritun samnings: Inga Eyþórsdóttir, formaður taekwondodeildar Ármanns, Master Írunn Ketilsdóttir, yfirþjálfari tækni og Master Meisam nýráðinn yfirþjálfari bardaga.

Meisam Rafiei ráðinn til Ármanns

Það með ánægju og stolti sem við tilkynnum að Taekwondodeild Ármanns og Master Meisam Rafiei 4. dan undirrituðu í dag ráðningarsamning um bardagaþjálfun í Ármann. Meisam hefur þjálfað hjá okkur undanfarin ár ásamt því að þjálfa einnig hjá öðrum félögum. Með tilkomu þessa samnings tekur Meisam við stöðu yfirþjálfara í bardagahluta taekwondo hjá Ármann og […]