Norðurlandamót 2019

Um helgina var Norðurlandamótið í taekwondo var haldið í Reykjanesbæ. Á Um 300 keppendur frá öllum Norðurlöndunum voru skráðir til leiks og átti Ármann 7 keppendur á mótinu.

Keppendur í A flokki

Eyþór Atli Reynisson

Eyþór Ati Reynisson

Poomse

Einstaklings og para -30 ára

Gerður Eva Halldórsdóttir

Gerður Eva Halldórsdóttir

Poomse

Einstaklings og para -30 ára

Álfdís Freyja Hansdóttir

Álfdís Freyja Hansdóttir

Poomse

Einstaklings, para og hópa -18 ára

Hákon Jan Norðfjörð

Hákon Jan Norðfjörð

Poomse

Einstaklings, para og hópa -18 ára

Keppendur í B flokki

Rán Chang Hlésdóttir

Poomse

Einstaklings +12 ára

Sunna Lind Ingvarsdóttir

Sparring

+12 ára -47 kg

Pétur Valur Thors

Poomse

Einstaklings -12 ára

Eyþór og Gerður voru bæði í fyrsta skipti að keppa í flokknum -30 ára. Þau kepptu bæði í einstaklings flokki og sem par.

Hvorugt þeirra komst á pall en stóðu sig með mikilli prýði og geta verði stollt af sinni framistöðu.

Álfdís og Hákon kepptu í þrem greinum, einstaklings, saman sem par og í hóp með keppendum úr öðrum félögum.

Hákon náði öðru sæti í sínum flokki sem er einstaklega glæsilegur árangur hjá honum.

Sem par komust Álfdís og Hákon áfram í úrslit en náðu ekki verðlaunasæti.

Í hópa poomse keppti Hákon með Þorsteini Ragnari frá Selfossi og Andra Sævari frá Keflavík. Þeir stóðu sig mjög vel miðað við að hafa ekki æft saman en náðu ekki á pall.

Álfdís keppti í hópa poomse með Sunnevu úr Aftureldingu og Ibtisam úr ÍR. Flott frammistaða hjá þeim en náðu ekki verðlaunasæti.

Rán Chang keppti á sínu öðru Norðurlandamóti og tók þátt í B flokki. Hún stóð sig frábærlega vel og komst í úrslit en náði ekki á pall.

Sunna Lind var eini sparring keppandi Ármanns að þessu sinni. Hún var að taka þátt á sínu fyrsta Norðurlandamóti og einnig í fyrsta skipti í cadet flokki. Hún þurfti að lúta í lægrahaldi fyrir sterkum keppanda frá Danmörku.

Pétur Valur var yngsti keppandinn á mótinu og var að taka þátt á sínu fyrsta Norðurlandamóti. Hann stóð sig gríðarlega vel og lenti í öðru sæti aðeins örfáum stigum á eftr fyrsta sætinu.

Við erum auðvitað mjög stolt af öllum okkar keppendum og óskum þeim til hamingju með frábæra framistöðu. Mótið var mjög sterkt og fjölmennt. Hlökkum til að fylgjast með þeim sem og öðrum Ármenningum í framtíðinni.

Nánari úrslit má finna á vef TKÍ