Mooto styrkti HM fara

Antje heimsótti Mooto í Þýskalandi í sumar og kom þaðan færandi hendi þar sem Mooto styrkti krakkana okkar sem eru á leiðinni á Heimsmeistaramót í Taiwan um nýja keppnisgalla sem þau fengu afhenta í dag.

Hópurinn leggur af stað næsta laugardag en auk Álfdísar, Gerðar, Hákonar og Eyþórs fara Vigdís, María og Ásthildur frá Aftureldingu og Þorsteinn frá Selfossi.

Álfdís, Antje, Gerður, Hákon og Eyþór