Meisam Rafiei ráðinn til Ármanns


Það með ánægju og stolti sem við tilkynnum að Taekwondodeild Ármanns og Master Meisam Rafiei 4. dan undirrituðu í dag ráðningarsamning um bardagaþjálfun í Ármann.

Meisam hefur þjálfað hjá okkur undanfarin ár ásamt því að þjálfa einnig hjá öðrum félögum. Með tilkomu þessa samnings tekur Meisam við stöðu yfirþjálfara í bardagahluta taekwondo hjá Ármann og mun Meisam í kjölfarið láta af störfum sem þjálfari í öðrum félögum og því eingöngu þjálfa iðkendur Ármanns. Bardagaæfingum verður fjölgað í viku hverri í kjölfar samningsins, þær breytingar taka gildi í apríl og verða tilkynntar fljótlega bæði á heimasíðu deildarinnar og á síðu deildarinnar á Facebook.   Meisam mun einnig sjá um að þjálfa og styðja við iðkendur Ármanns á öllum mótum innanlands.

Við teljum að þetta verði mikil lyftistöng fyrir félagið og hlökkum mikið til að vinna með Meisam að áframhaldandi uppbyggingu félagsins á næstu misserum.

Master Írunn Ketilsdóttir verður áfram yfirþjálfari í tækni svo frá og með deginum í dag skartar deildin því tveimur yfirþjálfurum og bæði eru þau með 4.dan.

Við óskum iðkendum Ármanns og Meisam til hamingju með þennan samning og bjóðum Meisam hjartanlega velkominn með báða fætur í okkar góða félag.

Framtíðin er björt hjá Taekwondodeild Ármanns!

Frá undirritun samnings: Inga Eyþórsdóttir, formaður taekwondodeildar Ármanns, Master Írunn Ketilsdóttir, yfirþjálfari tækni og Master Meisam nýráðinn yfirþjálfari bardaga.

Frá undirritun samnings: Inga Eyþórsdóttir, formaður taekwondodeildar Ármanns, Master Írunn Ketilsdóttir, yfirþjálfari tækni og Master Meisam nýráðinn yfirþjálfari bardaga.