Íslandsmót í Poomsae 2016


Íslandsmótið í Poomsae var haldið í Skelli, bardagasal Ármenninga þann 15. október.

Ármenningar höfðu titil að verja og lögðust allir sem einn á árarnar til að halda titilinum heima og ÞAÐ TÓKST! Annað árið í röð  hömpum við Íslandsmeistaratitlinum í poomsae.

Að auki áttu Ármenningar mann og konu mótsins, þau Eyþór og Zamar.

Mótstjórn Tkí, foreldrafélaginu, keppendum og öllum þeim sem lögðu sín lóð á vogarskálarnar til að láta daginn ganga upp þakkar stjórn Taekwondo deildar Ármanns kærlega fyrir aðstoðina. Keppendum annarra félaga þökkum við kærlega fyrir þátttökuna og keppnina. Án ykkar allra væri þetta ekki hægt!

Úrslit er hægt að nálgast á heimasíðu Tkí hér