HM Poomsae 2016


Næstkomandi helgi, 29. september – 2. október fer fram heimsmeistarmót í Poomsae í Lima, Perú.
Ármenningar eiga hvorki meira né minna en fjóra keppendur á því móti: Eyþór Atla Reynisson, Hákon Jan Norðfjörð, Samar-E-Zahida Uz-Zaman og Viktor Snæ Flosason.

Írunn Ketilsdóttir og Inga Eyþórs eru með okkar fólki, þeim til halds og traust og sendum við þeim að sjálfsögðu baráttukveðjur!