Happy Hips

Í opna tímanum fimmtudaginn 20. september munum við fá til okkar frábæra gestakennara frá Happy Hips.

Athugið að þetta er ætlað þeim sem eru 12 ára og eldri.

Happy Hips er einstakt kerfi þar sem unnið er markvisst að liðkun og opnun liða með jóga stöðum og losun á spennu í bandvef. Með losun trigger-punkta losum við um tog eða spennu í bandvef.

Í bandvefnum er mikið af skyntaugum og geta því vandamál í bandvef valdið verkjum. Ef bandvefur er stífur í lengri tíma getur það orðið til þess að liðamót aflagast og starfsgetan breytist eða skerðist.

Með því að nota bolta til að nudda líkamann erum við að mýkja upp og losa um vefina, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru. Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef.

Með því tvinna saman jóga og bandvefslosun er hægt að auka liðleikann og bæta líðann í líkamanum.

  • minni spenna í vöðvum.
  • betri líkamsstaða.
  • flýtir endurheimt.
  • meiri snerpa.
  • liðugari hné-, mjaðma- og hryggjaliðir.
  • sterkara bak og þar af leiðandi minni líkur á bakmeiðslum.
  • minnkar harðsperrur.
  • er ekki síst fyrir fólk sem hreyfir sig mikið og af krafti.

Athugið að aðeins eru 20 sem komast að svo það er um að gera að skrá sig. Skráningagjald er 500 kr. Hægt er að leggja beint inn á bankareikning félagsins.  Setja skal kennitölu iðkanda sem skýringu og tilkynningu um millifærslu á netfangið: taekwondo[at]armenningar.is.  Mjög mikilvægt er að þetta sé gert. Reikn.: 0303-26-6305 Kt.: 630502-2840

 

Skráning hér