Fjórir Ármenningar á EM í Tyrklandi

Nú á dögunum var landsliðshópur í formum tilkynntur fyrir Evrópumótið sem fram fer í Tyrklandi dagana 2. – 4. apríl.

Af 7 manna hóp eru 4 Ármenningar.

  • Álfdís Freyja Hansdóttir
  • Hákon jan
  • Eyþór Atli Reynisson 
  • Gerður Eva Halldórsdóttir

Í framhaldi af Evrópumótinu fer fram Evrópumótið í strandformum (European Beach Championships) og munu þau einnig taka þátt á því móti.

Antje Müller var einnig valin sem aðstoðarþjálfari og liðsstjóri.

Við óskum þeim innilega til hamingju með valið.

Álfdís, Antje, Gerður, Hákon og Eyþór