Category Archives : Fréttir


Sparring þjálfari

Taekwondodeild Ármanns auglýsir eftir sparring þjálfara Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, vera með 1. dan eða hærra belti, vera tilbúinn til að þjálfa alla aldurshópa frá 6 ára aldri og taka þátt í mótum sem þjálfari. Aðrar hæfniskröfur: Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði Góð hæfni í samskiptum Almenn tölvufærni Hreint sakavottorð Æfingar eru […]


Ármenningar Íslandsmeistarar í Poomsae 2017

Laugardaginn 14. október var haldið Íslandsmeistaramót í tæknihluta taekwondo. Mótið fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum.  Auk hefðbundinnar keppni í einstaklings-, para- og hópaflokkum var nú keppt í fyrsta sinn á Íslandsmóti í freestyle tækni. Ármann átti 21 keppanda á mótinu og unnu þeir samtals til 28 verðlauna, þar af 9 gullverðlauna, 11 silfurverðlauna […]


Samar-E-Zahida Uz-Zaman

Myndataka Svartbeltinga

Um síðustu helgi bauð Spessi þeim svartbeltingum sem ekki eru rammaðir upp á vegg í salnum okkar í myndatöku. Myndatakan fór fram í glæsilegu stúdíói Spessa við Köllunarklettsveg. Útkoman er óaðfinnanleg enda sérlega glæsilegt fólk og frábær ljósmyndari á ferð!


Æfingar á vorönn 2016

Ný og uppfærð æfingatafla hefur verið sett saman og hefjast æfingar af fullum krafti þann 4. janúar 2016. Helsta breytingin er sú að nú hefjast æfingar korteri seinna en áður, en það er gert til að gera sem flestum kleift að koma sér og sínum á æfingar á réttum tíma. Á vorönninni ætlum við að […]


Bratislava Open 2015

Meisam Rafiei tók gull á Bratislava Open þann 6. júní! Við óskum honum innilega til hamingju og bíðum spennt eftir því hvernig tekst til á Evrópuleikunum í Baku, en þann 16. júní keppir Meisam fyrir hönd Íslands sem Ármenningur á þessu stóra móti. Við sendum honum baráttukveðjur! Áfram ÁRMANN!


German Open 2015

Helgina 22. – 24. maí kepptu Eyþór, Halldór og Hákon á German Open í Poomsae. Keppnin var haldin í Dresden og kepptu um 400 keppendur frá 23 löndum. Þetta var A-mót, en á því keppa eingöngu þeir sem hafa náð 1. dan/1. poom og því um sterkt mót að ræða. Þeir kepptu allir í einstaklings […]


Beltapróf barna Vor 2015

Þriðjudaginn 26. maí klukkan 16:30-18:00 verður haldið beltapróf  fyrir yngri iðkendurnar. Við hvetjum foreldra til að aðstoða krakkana með námsefnið og æfa armbeygjur, helst á hverjum degi. Þjálfarar fara yfir stöðuna í vikunni og meta hverjir eru tilbúnir í próf.


Rauðbeltapróf Vor 2015

Rauðbeltingar þreyttu próf þann 12. maí undir styrkri stjórn Írunnar, Gulleiks og Antje. Alls tóku 8 próf að þessu sinni og stóðust allir prófið: Viktor og Sigurjón (Nonni) – 2. kup Grettir, Sverrir, Ævar og Snorri – 3. kup Heiðrún (Heisa) og Villi – 4. kup Tveir nýjir rauðbeltingar bættust því í hópinn í gær […]