Bikarmót III 2016


Bikarmótaröðinni fyrir veturinn 2015-2016 lauk með Bikarmóti III sem haldið var af Ármanni í Íþróttasal Kennaraháskólans við Háteigsveg.

Ármenningar stóðu sig gríðarvel og hömpuðu fjölda gullverðlauna, ásamt því að Antje var valin kona mótsins og Hákon Jan maður mótsins. Þrátt fyrir feiknagóða frammistöðu og fjölda stiga höfðu Keflvíkingar betur að þessu sinni og tóku titilinn með sér.

Ármenningar eru á mikilli siglingu núna, fjöldi iðkenda hefur farið vaxandi og það er að skila sér á mótum, fleiri eru að keppa og við erum að taka fleiri gull.

Þess vegna stefnum við á Íslandsmeistaratitilinn í bæði poomsae og sparring og bikarmeistaratitilinn að ári.

ÁFRAM ÁRMANN!