Belgian Open 2017

Eyþór, Hákon, Halldór, Meisam, Snorri og Viktor kepptu á Belgian Open helgina 18. – 19. mars ásamt Vigdísi og Maríu frá Aftureldingu. Keppni fór fram í Lommel og voru 385 keppendur skráðir til leiks, keppt á 10 sparring gólfum og 5 poomsae gólfum.

Viktor sló í gegn í Freestyle Poomsae og nældi sér í silfur. Þá tóku Eyþór, Hákon og Viktor bronsið í hópa poomsae.
Í einstaklings poomsae komst Hákon áfram eftir fyrstu umferð og endaði í 11. sæti, Eyþór 26. sæti og Viktor í því 31.
Í flokknum þeirra voru 50 keppendur.

Í sparring komst Meisam áfram eftir fyrsta bardaga, en tapaði þeim næsta. Halldór og Snorri náðu ekki að sigra sína bardaga, en koma heim reynslunni ríkari.