Ármenningar Íslandsmeistarar í Poomsae 2017

Laugardaginn 14. október var haldið Íslandsmeistaramót í tæknihluta taekwondo.

Mótið fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum.  Auk hefðbundinnar keppni í einstaklings-, para- og hópaflokkum var nú keppt í fyrsta sinn á Íslandsmóti í freestyle tækni.
Ármann átti 21 keppanda á mótinu og unnu þeir samtals til 28 verðlauna, þar af 9 gullverðlauna, 11 silfurverðlauna og 8 bronsverðlauna.   Keppendur mótsins í kvenna- og karlaflokki voru þau Samar E Zahida og Hákon Jan Norðfjörð en þau eru bæði Ármenningar. Taekwondodeild Ármanns sigraði einnig stigakeppni liða með 99 heildarstig og landaði þar með Íslandsmeistaratitli í tækni þriðja árið í röð, lið Keflavíkur varð í 2. sæti með 45 stig og lið Aftureldingar í 3. Sæti með 34 stig.

Íslandsmeistarar í Poomsae 2017 (Mynd: Tryggvi Rúnarsson)