Ármenningar gerðu það gott á Danish Open

Landslið Íslands í Poomsae tók þátt í opnu móti í Danmörku laugardaginn 26. maí.
Ísland átti 10 keppendur á mótinu og þar af voru 5 ármenningar.

Adda Paula Ómarsdóttir fékk silfur í einstaklingskeppni I-30-F-B.

Antje Müller Dietersdóttir fékk brons í einstaklingskeppni I-50-F-A og brons parakeppni M-31+A þar sem hún keppti með Roger Milde frá Svíþjóð.

Eyþór Atli Reynisson fékk brons í einstaklingskeppni I-17-M-A og einnig í hópakeppni T-17-M-A þar sem hann keppti með þeim Andra Sævari Arnarssyni og Þorsteini Ragnari Guðnasyni.

 

Aðrir keppendur frá Ármanni voru;

Rán Chang Hlésdóttir, I-14-F-B.
Gerður Eva Halldórsdóttir, I-17-F-B, M-17-A, Free-I-17-F.

Nánar á vef TKÍ

Á Youtube síðu DSN Digital Sport Network er hægt að skoða upptökur frá mótinu.