Annarlok 2017

Jólaæfing fór fram í gær, þann 18. desember þar sem allir iðkendur komu saman, tóku léttar spark æfingar og leiki. Þá fór fram afhending Kukkiwon skírteina, en eftirtaldir tóku próf á árinu:

Antje Müller Dietersdóttir: 3. dan
Viktor Snær Flosason: 2 dan
Gerður Eva Halldórsdóttir: 1. dan
Álfdís Freyja Hansdóttir: 1. poom
Snorri Bjarkason: 1. poom
Sverrir Þór Vilhjálmsson: 1. poom
Vilhjálmur Thor Olsen: 1. poom

Að auki voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á önninni, en eftirtaldir þóttu góðar fyrirmyndir og efnilegir í sínum flokkum:
Óskar – guli hópur
Eldlilja – blái hópur
Ari – blái hópur
Spessi – dreka hópur
Halldór – sparring
Hákon – poomsae
Viktor – freestyle

Gerður og Eyþór fengu að auki lof fyrir góðan árangur á árinu, en þau voru valin íþróttafólk ársins hjá Ármanni, Eyþór Taekwondo maður ársins og Gerður efnilegasti Taekwondo maður ársins.

Lokaæfingin á önninni var einnig síðasta æfing Írunnar Ketilsdóttir sem yfirþjálfari, en hún hefur ákveðið að kveðja okkur að sinni eftir 10 ára óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Írunn hefur verið okkar stoð og stytta, frábær æfingafélagi, þjálfari og vítamínsprauta félagsins og ekkert leyndarmál að það verður erfitt að fylla hennar skarð.
Við óskum henni alls hins besta við ný verkefni!