Æfingagjöld


Hér má finna upplýsingar um starf Taekwondo-deildar Ármanns haustmisseri 2016

Skráningar fara fram á https://armenningar.felog.is og hefjast æfingar 24. ágúst.  Allar æfingar eru fyrir bæði kyn.

Haustönn 2016

KRÍLI
Krílatímar eru fyrir 3-6 ára börn.
Æfingagjöld 12.000

Börn 6-8 ára byrjendur
Krakkahópur – byrjendur upp í appelsínugult belti.
Aldursbil: 6-8 ára
Æfa þrisvar sinnum í viku – klukkutíma í senn
Æfingagjöld: 30.000
Foreldrar athugið:  Drekarnir æfa alltaf á sama tíma og yngstu byrjendurnir.  Því er upplagt fyrir ykkur að koma og æfa um leið og krakkarnir.

Framhaldshópur og byrjendur 9-12 ára
Krakkahópur – byrjendur upp í rautt belti.
Aldursbil: 9-12 ára
Æfa fjórum sinnum í viku – klukkutíma í senn.
Æfingagjöld: 30.000

Fullorðnir og byrjendur – Drekar 12 ára og eldri (öll belti)

Blandaður hópur – unglingar/fullorðnir byrjendur en líka lengra komnir sem vilja/geta ekki verið á jafn krefjandi æfingum og eru hjá meistaraflokknum.
Aldursbil: 12 ára byrjendur og uppúr bæði byrjendur og lengra komnir.
Æfa fimm sinnum í viku.
Æfingagjöld 34.000

Meistaraflokkar Ármanns
Unglingar og fullorðnir með hærri belti. Æfingarnar miða að því að undirbúa framtíðar keppendur Ármanns á alþjóðavettvangi.
Aldursbil: 12 ára blátt belti og uppúr.
Æfa fimm sinnum í viku með ýmsum valmöguleikum, svo sem freestyle, rafbrynjuæfingum og svartbelta undirbúning.
Æfingagjöld: 39.000

Free style
Æfingar undir stjórn fimleikaþjálfara.
Æfingagjöld 12.000

10 tíma klippikort
Langar þig að prófa Taekwondo en getur ekki mætt alla önnina? Ertu í öðru félagi og langar að prófa að æfa með Ármenningum öðru hvoru?
Verð 10.000

 

Æfingagjöld eru birt með fyrirvara um breytingar

Fyrsti tíminn er frír til að prufa. Eftir það þarf að skrá sig og greiða æfingagjöld. Skráning fer fram hér

Á skráningarsíðunni er hægt að skipta greiðslum ef greitt er með kreditkorti eða fá sendan greiðsluseðil í netbanka.
Einnig er hægt er að leggja beint inn á bankareikning félagsins.  Setja skal kennitölu iðkanda sem skýringu og tilkynningu um millifærslu á netfangið:

taekwondo[at]armenningar.is.  Mjög mikilvægt er að þetta sé gert.
Reikn.: 0303-26-6305
Kt.: 630502-2840

Munið eftir frístundakortunum! Sjá nánar hér.

Fjölskylduafsláttur: Ef fleiri en einn úr fjölskyldunni æfir Taekwondo hjá Ármanni er veittur stigvaxandi afsláttur.  20% afsláttur reiknast á lægra æfingagjald ef tveir æfa hjá okkur.  Þriðji úr fjölskyldunni fær 30% afslátt, sá fjórði 40% afslátt, fimmti og fleiri fá 50% afslátt.  Hæsti afsláttur reiknast ávallt af lægsta æfingagjaldi og svo koll af kolli.

Afslátturinn nýtist hvort sem um er að ræða systkini eða foreldra og börn á þeirra framfæri.

Gjaldkeri félagsins er Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch og um að gera að hafa samband við hana. Hægt er að senda henni póst á smj9[at]hi.is

Senda má fyrirspurnir á stjórnina á netfangið

taekwondo[at]armenningar.is. Reynt er að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings.