3 Ármenningar með nýja gráðu

Í gær, laugardaginn 5. janúar, fór fram svartbeltispróf TKÍ og þreyttu átta iðkendur prófið. Þrír frá Ármann og fimm frá Keflavík.

Próftakar fyrir 2. dan voru þau

  • Andri Sævar Arnarson, Keflavík
  • Eyþór Jónsson, Keflavík
  • Gerður Eva Halldórsdóttir, Ármann

Próftakar fyrir 3. dan voru

  • Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Keflavík
  • Daníel Arnar Ragnarsson, Keflavík
  • Eyþór Atli Reynisson, Ármann
  • Hákon Jan Norðfjörð, Ármann
  • Kristmundur Gíslason, Keflavík

Allir stóðust prófið með miklum sóma. Áður höfðu þau einnig staðist skriflegt próf og þrekpróf.

Prófdómarar voru þau Antje Müller Dietersdóttir, Helgi Rafn Guðmundsson og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir.

Við óskum öllum próftökum innilega til hamingju með glæsilega framistöðu í prófinu.

Nokkrar svipmyndir frá prófinu. Ljósmyndari: Tryggvi Rúnarsson