Freestyle

Freestyle æfingar hefjast 26.09.2018 kl. 19.30. Skráning á taekwondo@armenningar.is Aldurstakmark er 12 ára eða rautt belti. Önnin kostar 12.000 og greiðist við skráningu inná 0303-26-6305 kt 630502-2840


Happy Hips

Í opna tímanum fimmtudaginn 20. september munum við fá til okkar frábæra gestakennara frá Happy Hips. Athugið að þetta er ætlað þeim sem eru 12 ára og eldri. Happy Hips er einstakt kerfi þar sem unnið er markvisst að liðkun og opnun liða með jóga stöðum og losun á spennu í bandvef. Með losun trigger-punkta losum við […]


Æfingar haustið 2018

Æfingar hefjast næsta föstudag (fyrir utan kríli sem hefjast 8.sept og verða auglýst sérstaklega). Meisam flutti til Bandaríkjanna í haust en í stað hans mun Arnar Bragason taka við sem yfirþjálfari í sparring. Við bjóðum Arnar velkominn í þjálfarateymi Ármanns og hlökkum til komandi annar. Sparring æfingar verða á miðvikudögum hjá öllum flokkum. Æfingataflan er […]


Sparring þjálfari

Taekwondodeild Ármanns auglýsir eftir sparring þjálfara Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, vera með 1. dan eða hærra belti, vera tilbúinn til að þjálfa alla aldurshópa frá 6 ára aldri og taka þátt í mótum sem þjálfari. Aðrar hæfniskröfur: Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði Góð hæfni í samskiptum Almenn tölvufærni Hreint sakavottorð Æfingar eru […]


Þrír nýjir svartbeltingar

Laugardaginn 2. júní var haldið svartbeltispróf hjá Ármanni. Próftakar voru þau Grettir Einarsson 1. dan, Íris Þöll Hróbjartsdóttir 1. poom og Milan Chang 1. dan. Allir próftakar stóðust prófið með miklum sóma. Áður höfðu þau einnig staðist skriflegt próf og þrekpróf. Prófdómarar voru Helgi Rafn Guðmundsson og Meisam Rafiei.   Þann 16. maí voru svo haldin […]


Æfingar í sumar

Búið er að opna fyrir skránigar á sumaræfingar. Æfingarnar eru frá 4. júní til og með  20. júlí. 12 ára og eldri mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 17:00 til 18:00 11 ára og yngri þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 17:00 til 18:00 Skráning á armenningar.felog.is


Ármenningar gerðu það gott á Danish Open

Landslið Íslands í Poomsae tók þátt í opnu móti í Danmörku laugardaginn 26. maí. Ísland átti 10 keppendur á mótinu og þar af voru 5 ármenningar. Adda Paula Ómarsdóttir fékk silfur í einstaklingskeppni I-30-F-B. Antje Müller Dietersdóttir fékk brons í einstaklingskeppni I-50-F-A og brons parakeppni M-31+A þar sem hún keppti með Roger Milde frá Svíþjóð. […]


Annarlok 2017

Jólaæfing fór fram í gær, þann 18. desember þar sem allir iðkendur komu saman, tóku léttar spark æfingar og leiki. Þá fór fram afhending Kukkiwon skírteina, en eftirtaldir tóku próf á árinu: Antje Müller Dietersdóttir: 3. dan Viktor Snær Flosason: 2 dan Gerður Eva Halldórsdóttir: 1. dan Álfdís Freyja Hansdóttir: 1. poom Snorri Bjarkason: 1. […]


Beltapróf 13. desember

Þann 13. desember verður beltapróf fyrir alla hópa. Prófið byrjar klukkan 17:00 og er prófgjaldið 2500 kr. Innifalið í því er skírteini og nýtt belti (eða rönd). Fyrir þá próftaka sem eru að taka próf í fyrsta sinn eru nokkur atriði sem hafa ber í huga: Mæta tímanlega Vera snyrtilegur og í hreinum dobok Sýna […]


Ármenningar Íslandsmeistarar í Poomsae 2017

Laugardaginn 14. október var haldið Íslandsmeistaramót í tæknihluta taekwondo. Mótið fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum.  Auk hefðbundinnar keppni í einstaklings-, para- og hópaflokkum var nú keppt í fyrsta sinn á Íslandsmóti í freestyle tækni. Ármann átti 21 keppanda á mótinu og unnu þeir samtals til 28 verðlauna, þar af 9 gullverðlauna, 11 silfurverðlauna […]